Beint í umfjöllun

Stýrir fjárfestingum fyrir risavaxinn þjóðarsjóð

Alexander segir að umgjörðin í kringum innlendu lífeyrissjóðina sé of stíf.

Alexander Freyr Tamimi er fjár­festinga­stjóri í fram­taks­fjár­festingum hjá einum stærsta þjóðar­sjóði heims, Abu Dhabi Invest­ment Aut­ho­rity (ADIA), sem fjár­festir fyrir hönd stjórn­valda í Abu Dhabi og er með um 1.100 milljarða Bandaríkja­dala í stýringu. Þar hefur Alexander starfað undan­farin fimm ár eftir að hafa áður unnið hjá fjár­festingar­bankanum JP Morgan í New York. Hann svaraði nokkrum spurningum um ADIA, Abu Dhabi og saman­burðinn við ís­lenska líf­eyris­sjóða­kerfið.

Hvað er ADIA og hvert er þitt hlut­verk þar?

ADIA er einn stærsti stofnana­fjár­festir heims og jafn­framt einn stærsti fram­taks­fjár­festir heims. Undan­farin ár höfum við aukið vigt okkar í fram­taks­fjár­festingum og óskráðum eignum al­mennt, sem henta vel þolin­móðu fjár­magni. Við erum bæði beinn og óbeinn fjár­festir að því leytinu til að við fjár­festum í fram­taks­sjóðum en einnig beint í óskráðum fyrir­tækjum eða af­skráningum skráðra fyrir­tækja, oftast í sam­starfi við þá sjóði sem við erum fjár­festar í.

Mitt hlut­verk felst í fram­taks­fjár­festingum á Bandaríkja­markaði, aðal­lega í beinum fjár­festingum en einnig í sjóðum. Auk þess fer sí­fellt meiri tími í að stýra eigna­safninu eftir því sem það stækkar.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir