Beint í umfjöllun

„Við þurfum að endur­skoða módelið fyrir rekstur sveitarfélaga“

„Fyrir 10 til 15 árum hefði ég sagt að rekstrarmódelið sem sveitarfélög vinna eftir virkaði vel og að líklega yrði svo áfram. Síðan þá hefur orðið svo mikil breyting, bæði á samfélaginu og lagaumhverfinu, að það er tímabært fyrir hið opinbera að endurskoða módelið,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, sem hefur áratuga reynslu af því að veita sveitarfélögum ráðgjöf um fjármál og rekstur, auk þess að hafa starfað sem bæði bæjar- og sveitarstjóri.

Það eru skýr merki um að rekstrarumhverfi sveitarfélaga hafi versnað á síðustu árum. Í byrjun árs 2023 hafði samanlögð rekstrarniðurstaða A-huta verið neikvæð þrjú ár í röð. Og það dugar ekki eitt og sér að eyða hallanum. Reksturinn þarf einnig að geta staðið undir fjárfestingum og nauðsynlegu viðhaldi á innviðum.

„Við sjáum heilu skólabyggingarnar verða ónýtar vegna viðhaldsleysis,“ segir Haraldur. Veltufé frá rekstri, lykilmælikvarði á getu sveitarfélaga til að greiða niður skuldir og ráðast í fjárfestingar, nam einungis 3,7 prósentum af tekjum árið 2022 eftir fjögurra ára samfellda lækkun. Í heilbrigðum rekstri væri hlutfallið á bilinu 10 til 15 prósent.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir