Hluthafinn er áskriftarmiðill sem var stofnaður í ágúst 2023. Hann heldur úti vikulegu fréttabréfi sem inniheldur ýtarlegar umfjallanir um efnahagsmál og verðbréfamarkaði.
Stofnandi og ritstjóri Hluthafans er Þorsteinn Friðrik Halldórsson, sem er hagfræðingur að mennt og hefur starfað sem viðskiptafréttamaður um árabil. Hann skrifaði fyrst fyrir mbl.is, síðan Markaðinn á Fréttablaðinu og færði sig síðan yfir til Vísis þar sem hann kom að stofnun Innherja.
Þorsteinn fer með 100 prósenta hlut í sænska einkahlutafélaginu Hluthafinn AB, sem heldur utan um rekstur fjölmiðilsins.
Allar fyrirspurnir um áskriftir, athugasemdir við birtar umfjallanir og ábendingar um áhugaverð mál eru vel þegnar á netfangið thorsteinn@hluthafinn.is.