Beint í umfjöllun

Þrjátíu lítil skref koma Play réttum megin við núllið

Einar Örn Ólafsson ræðir ákvörðunina um að gerast stærsti hluthafinn í nýju flugfélagi, hvernig uppbygging félagsins hafi gengið og hvernig rekstrinum verði komið réttum megin við núllið.

„Mér finnst vera styttra í mark núna en áður og ég þykist sjá hvaða skref þarf að taka til að koma félaginu í plús. Þetta eru ekki stór skref – þau eru allmörg en alls ekki stór – og um leið og fyrirtækið skilar hagnaði þá er markaðsvirðið í dag svo lágt að maður ætti að geta ávaxtað sitt pund nokkuð vel að mínu mati,“ segir Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður og nýráðinn forstjóri Play, í samtali við Hluthafann.

Play safnaði nýlega 4,5 milljarða króna í lokuðu hlutafjárútboði og í dag hefst opið útboð, þar sem almennum fjárfestum gefst kostur á að skrá sig fyrir hlutum að fjárhæð 500 milljónir króna í flugfélaginu. Einar Örn er í forsvari fyrir Leika fjárfestingar, sem hefur lengst af verið stærsti hluthafinn og varið sinn hlut í gegnum fjögur útboð.

Ef við spólum aðeins til baka þá leikur mér forvitni á að heyra hvernig þú nálgaðist fjárfestinguna árið 2021 þegar fjárfestingafélagið kom myndarlega að fyrsta hlutafjárútboði Play og varð stærsti hluthafinn. Hver var hugmyndin sínum tíma?

„Þegar heimsfaraldurinn gekk yfir hugsaði ég til þess hvernig aðstæður voru eftir efnahagsáfallið 2008. Þá drógu margir sig inn í skel – urðu smeykir – og fyrir þá sem hættu sér út í bisness skömmu eftir hrun var því hægt að gera mjög góða díla og uppskera ríkulega,“ segir Einar Örn.

„Ég hugsaði með mér að eitthvað myndi gefa eftir í ferðaþjónustunni og að hægt væri að gera strandhögg þar. Hugsanlega myndu sum hótel fara í þrot og skilja eftir sig fasteignir sem hægt væri að kaupa á góðu verði en sú varð ekki raunin. Menn höfðu kannski lært af síðasta hruni þannig að niðurstaðan var ekki sú að bankarnir tóku yfir mikið af félögum.“

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir