Beint í umfjöllun

Peningaprentun gengur til baka

Lífeyrissjóðir eru í góðri stöðu til að sækja stóran hluta af þeim íbúðalánum sem verða endurfjármögnuð á næstu tveimur árum. Það myndi hafa töluverð áhrif á peningamagn í umferð.

Oft má finna líkindi milli hagkerfisins og loftslagsins enda eru bæði kerfi háð fjölda þátta sem ýmist ýkja sveiflur eða jafna þær út. Í sífrerum Síberíu er bundið ógrynni metans, sem er margfalt öflugri gróðarhúsalofttegund en koltvísýringur, og hafa vísindamenn áhyggjur af því að metanið losni úr læðingi þegar jarðlögin þiðna. Með álíka hætti kemst meira skrið á aukningu peningamagns í umferð þegar vextir fara niður fyrir ákveðið þrep.

Seðlabankinn birti grein í Peningamálum í maí þar sem bankinn rakti hvernig tilfærsla íbúðalána frá lífeyrissjóðum yfir til banka hefði aukið peningamagn í umferð. Ástæðan er þessi: Þegar viðskiptabanki veitir lán verður samtímis til nýtt samsvarandi innlán og þannig eykst peningamagn í umferð, enda var innlánið ekki til áður en bankinn veitti lánið. Lánveitingar banka eru þannig ígildi peningaprentunar og á sama hátt minnkar peningamagn við afborganir og uppgreiðslur lána.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir