Beint í umfjöllun

Skyndileg gagnsókn banka á lánamarkaði

Samleitni í vaxtakjörum, áföllin í Grindavík og loks hlutdeildarlán kunna að skýra skyndilega markaðssókn bankanna á lánamarkaði.

Á árunum fyrir heimsfaraldurinn voru lífeyrissjóðir með álíka hlutdeild og bankarnir í veitingu íbúðalána. Þetta breyttist á svipstundu þegar stýrivextir voru lækkaðir niður í 1 prósent vorið 2020 – langt undir ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða. Næstu tvö ár voru bankarnir ríkjandi á lánamarkaði, sem einkenndist af gríðarlegri ásókn heimila í óverðtryggð lán.

Í takt við hækkandi vexti komu lífeyrissjóðir aftur inn á markaðinn í byrjun árs 2022 og þeir náðu fljótt yfirhöndinni. Á síðasta ári jukust sjóðfélagalán um 15,5 prósent en yfir sama tímabil stækkaði íbúðalánsafn bankanna einungis um 4,3 prósent.

Það virtust vera skilyrði fyrir því að sjóðirnir gætu haldið áfram að sópa að sér lánum eftir því sem fastir vextir á óverðtryggðum lánum losnuðu og heimilin færðu sig aftur yfir í verðtryggð lán. Endurskoðun vaxta nær yfir fleiri hundruð milljarða króna á næstu misserum og lífeyrissjóðir hafa lengst af boðið betri kjör á verðtryggðum lánum.

Hins vegar hefur þróunin verið í þveröfuga átt á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Hrein ný útlán bankanna námu samtals 16 milljörðum króna í janúar og febrúar, sem er vel yfir taktinum í fyrra. Á sama tímabili hægðist snögglega á útlánum lífeyrissjóða en aukning sjóðfélagalána nam ríflega 8 milljörðum.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir