Beint í umfjöllun

Selja ekkert í öfugu útboði þrátt fyrir „augljósa kosti“

Fjármálaráðuneytið telur að þátttaka ríkisins í endurkaupum Íslandsbanka á eigin bréfum, sem gæti gert ríkinu kleift að losa um mest 10 prósenta hlut í bankanum með skjótum og hagkvæmum hætti, sé ekki til þess fallin að styrkja tiltrú almennings á söluferlinu.

Ríkið hefur í tvígang selt hluti í Íslandsbanka; fyrst 35 prósent með frumútboði til almennings sumarið 2021 og síðan 22,5 prósenta hlut með hröðuðu tilboðsfyrirkomulagi í mars 2022. Eftir stendur 42,5 prósenta eignarhlutur sem er metinn á 90 milljarða króna miðað við markaðsgengi bankans.

Áformað er að selja eignarhlutinn á árunum 2024 og 2025. Fjármálaráðuneytið birti nýlega drög að frumvarpi þar sem lagt er til að eignarhluturinn verði seldur með einu eða fleirum markaðssettum útboðum, þ.e. opnum útboðum til allra fjárfesta.

Í minnisblaði, sem lögmannastofan LEX útbjó fyrir Bankasýslu ríkisins og Hluthafinn hefur undir höndum, kemur fram að skynsamlegt sé að skoða mismunandi möguleika við sölu á eignarhlut ríkisins, einkum í ljósi þess að hann er mun stærri en það sem var selt í fyrri lotum. Nánar tiltekið fjallar minnisblaðið um mögulega þátttöku íslenska ríkisins í endurkaupum Íslandsbanka á eigin hlutum.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir