Beint í umfjöllun

„Kaupréttir eru ekki sjálfgefnir“

Tveir lífeyrissjóðir útskýra hvers vegna þeir greiða oftar en aðrir atkvæði gegn starfskjarastefnum.

Brú lífeyrissjóður greiddi oftast allra lífeyrissjóða atkvæði gegn tillögum um starfskjör sem stjórnir skráðra fyrirtækja lögðu fram á síðustu aðalfundum. Samantekt Hluthafans sýnir að Brú, sem heldur utan um lífeyri starfsmanna sveitarfélaga, greiddi 7 sinnum atkvæði gegn tillögum sem vörðuðu starfskjarastefnu, kaupauka eða kauprétti.

Næst kemur Gildi lífeyrissjóður sem setti sig fjórum sinnum upp á móti slíkum tillögum og síðan Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sem var mótfallinn í tvígang. Horft var fram hjá því þegar sjóðir sátu hjá við atkvæðagreiðslur.

„Kaupréttir eru ekki sjálfgefnir og ekki endilega besta leiðin til að tvinna saman hagsmuni hluthafa við hagsmuni stjórnenda,“ segir í svari Gildis við fyrirspurn Hluthafans. Bæði Gildi og Brú áttu þátt í því að fella tillögu stjórnar fasteignafélagsins Heima, sem áður hét Reginn, um heimild til að gera kaupréttarsamninga við lykilstjórnendur.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir