Beint í umfjöllun

Hagvöxtur gæti staðið tæpt á fyrsta fjórðungi eftir þungan janúar

Vísbendingar eru um að hótelgestum hafi fækkað á bilinu 10-20 prósent í janúar.

Sterkar vísbendingar eru um að ferðamönnum hafi fækkað milli ára í janúar vegna afbókana í kringum jarðhræringar og kvikuhlaup á Reykjanesskaga. Bókanir fyrir seinni hluta febrúar og út mars líta betur út, en samdráttur í janúar gæti lagst þungt á hagvaxtarhorfur á fyrsta fjórðungi ársins.

Áhrifin voru sérstaklega mikil hjá hótelunum. Samkvæmt viðmælendum Hluthafans í hótelþjónustu – bæði stjórnendum fyrirtækja og öðrum sem hafa innsýn í lykiltölur greinarinnar – gæti samdráttur gesta hafa numið á bilinu 10 til 20 prósent milli ára.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir