Beint í umfjöllun

Forstjóri Travel Connect sér fram á samdrátt í tekjum ferðaþjónustu

„Það sem menn töldu að væri góð bókunarstaða í febrúar og mars er ekki að raungerast. Ekki vegna þess að mikið var um afbókanir heldur fylltist minna upp í blokkbókanir frá ferðaskrifstofum,“ segir Ásberg Jónsson, forstjóri og einn af eigendum Travel Connect, sem er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins.

Á þessum tíma í fyrra voru flugfargjöld mjög há, flestöll gisting uppseld og ef eitthvað herbergi kom inn á markaðinn var það keypt dýrum dómi. Nú þekkjast dæmi um stór hótel sem höfðu í byrjun þessa mánaðar selt minna en 60 prósent af gistiplássi sínu í júlí.

Síðustu tölur um gistinætur ferðamanna í apríl sýna 15 prósenta samdrátt milli ára og forstjórar flugfélaganna segjast finna fyrir því að eftirspurn eftir ferðum til landsins hafi gefið eftir.

„Núna erum við að sjá hótelin bjóða afslætti og mér sýnist flugmiðar vera á frekar hagstæðu verði,“ segir Ásberg, sem telur ljóst að sumarið verið ekki jafnsterkt og sumarið í fyrra. Hann segir ástandinu svipa til ársins 2019 þegar miklar verðhækkanir byrjuðu að segja til sín og hafa neikvæð áhrif á eftirspurn.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir