Beint í umfjöllun

Óskilvirkir aðalfundir, vanræktar samþykktir og stutt kjörtímabil

Jón Sigurðsson, Helga Hlín Hákonardóttir, Óskar Magnússon, Kristín Pétursdóttir, Ingunn Agnes Kro og Finnur Oddsson.

Fjárfestar, stjórnendur og stjórnarmenn ræddu stóru myndina hvað varðar stjórnarhætti í íslenskum fyrirtækjum á málstofu sem Landssamtök lífeyrissjóða stóðu að í vikunni. Hluthafinn tók saman mikilvægustu skoðanaskiptin sem komu fram í löngum og líflegum pallborðsumræðum.

Yfirskrift málstofunnar var sú hvernig samskiptum fjárfesta og stjórna skal háttað. Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Rarik og Votlendissjóðs, varaði við því að ósætti ákveðinna hluthafa geti komið fjárhagslega niður á fyrirtækinu með því að skaða ímynd þess en einnig geti starfsandinn á skrifstofunni liðið fyrir neikvætt umtal.

„Vissulega er umræða jákvæð, en velti fyrir mér hvort það sé skilvirkari leið til að eiga þetta samtal frekar en að hrista upp í fyrirtækjamenningunni á sama tíma. Hvort það sé ekki hægt að byrja annars staðar og athuga hvort hlustað sé á skilaboðin áður en farið er með málið í opinbera umræðu,“ sagði Ingunn.

Helga Hlín Hákonardóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Strategíu, greip þennan bolta á lofti og nefndi nærtækt dæmi:

„Mátti stjórn Landsbankans kaupa tryggingafélag? Það var hvergi bannað í samþykktum félagsins. Það voru hvergi takmarkanir í samþykktum á það að víkka út leyfisskylda starfsemi. Og ef það hefur verið eigandastefna Bankasýslunnar að takmarka slíkt þá á það hvergi annars staðar heima en í fyrstu grein samþykkta félagsins. En þetta fer í opinbera umræðu og er gríðarlega skaðlegt,“ sagði Helga Hlín.

„Kaupréttir eru ekki sjálfgefnir“
Tveir lífeyrissjóðir útskýra hvers vegna þeir greiða oftar en aðrir atkvæði gegn starfskjarastefnum.

Finnur Oddsson, forstjóri Haga, fann sig knúinn til að leggja orð í belg og nefndi hann að með því að beina umræðunni í þessa átt hefði umræðustjórinn, Bergur Ebbi Benediktsson, opnað pandórubox.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir