Beint í umfjöllun

Flæðisvandi gerir illt verra fyrir bréfin í Eimskip

Fjárfestar eru meðal annars sagðir horfa fram hjá hlutdeild Eimskips í þýska félaginu ElbFeeder. Í því kunni að vera fólgin álíka dulin verðmæti og í Blikastaðalandi fyrir Arion banka.

Ljósmynd/Eimskip

Þegar litið er yfir gengisþróun þeirra félaga sem saman mynda aðallista Kauphallarinnar rekur Eimskip lestina eftir ríflega 20 prósenta lækkun frá áramótum. Þeir greinendur og sjóðstjórar sem Hluthafinn ræddi við telja hins vegar að gengislækkun skipafélagsins sé nokkuð umfram það sem versnandi rekstrarhorfur gefa tilefni til. Hún endurspegli einnig flæðisvanda og almenna deyfð á hlutabréfamarkaði.

Samhliða lækkun flutningsgjalda, sem náðu methæðum í heimsfaraldrinum, og eftir því sem merki um minnkandi efnahagsumsvif komu betur í ljós hefur hlutabréfaverð Eimskips gefið eftir. Þessi þróun ágerðist í byrjun febrúar þegar danski skiparisinn Maersk birti uppgjör, sem sýndi taprekstur á síðasta fjórðungi ársins 2023, stöðvaði endurkaup á eigin bréfum og málaði heldur dökka mynd af rekstrarumhverfinu á þessu ári.

Afhending á flutningaskipum sem voru pöntuð á meðan heimsfaraldrinum stóð mun leiða til þess, að sögn stjórnenda Maersk, að framboð skipa verði mun meira en þarf til að standa undir eftirspurn eftir flutningum á þessu ári. Viðbrögðin í Kauphöllinni létu ekki á sér standa en bréf Eimskips voru tekin niður um nærri fimm prósent.

„Almennt í heiminum eru félög í sömu grein að taka afkomuspárnar sínar niður, eins og til dæmis Maersk, sem tók sína spá hressilega niður. Fjárfestar eru orðnir svartsýnni á efnahagsumsvif, sem leiðir af sér væntingar um minna útflutningsmagn. Verðkennitölur á svona félögum eru mjög lágar alþjóðlega en það er misjafnt hvernig fjárfestar heimfæra það yfir á Eimskip,“ segir einn greinandi.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir