Beint í umfjöllun

Veikleikamerki að ríkið sé of háð innlendum fjárfestum

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það veikleikamerki að íslenska ríkið þurfi að reiða sig alfarið á innlenda fjárfesta til að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum.

Viðskiptaráð Íslands stóð fyrir fundi í vikunni þar sem kynntar voru niðurstöður úttektar á samkeppnishæfni Íslands fyrir árið 2024. Úttektin sýndi að einn helsti veikleikinn í samanburði við önnur lönd væri alþjóðleg fjárfesting en í þeim flokki lenti Ísland í 60. sæti.

Á fundinum hélt forsætisráðherra erindi þar sem hann fjallaði meðal annars um erlenda fjárfestingu í íslenskum ríkisskuldabréfum. Bjarni nefndi, að í tíð sinni sem fjármálaráðherra hefði hann fundið fyrir því hversu slæmt það væri að ríkið gæti ekki reitt sig á „traustan kaupendahóp“ að ríkisbréfum erlendis.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir