Beint í umfjöllun

Arion banki sendi tilkynningu til Kauphallarinnar í gær þar sem bankinn boðaði til fundar með skuldabréfaeigendum sértryggðra skuldabréfa í evrum. Um er að ræða 500 milljóna evra flokk bréfa, sem eru á gjalddaga 2026. Tilgangur fundarins er að breyta skilmálum bréfanna þannig framvegis verði þau ekki metin af S&P og jafnframt að fella á brott kvaðir tengdar lánshæfismötum S&P.

„(i) Skuldabréfin verða framvegis ekki metin af S&P; og (ii) skilmálar, sem tengjast lánshæfiseinkunnum S&P sem varða sértryggðu bréfin eða útgefandann, verða ógildir.“ Þetta er lausleg þýðing á tillögunum sem verða bornar undir skuldabréfaeigendur.

Ástæðurnar á bak við fundarboðið eru þær að matsfyrirtækið Moody's veitti bankanum langtímalánshæfismat sem útgefanda sértryggðra skuldabréfa í evrum um miðjan desember. Bankinn fékk lánshæfismatið Aa2, sem er hæsta einkunn íslensks útgefanda.

Tregðan hjá S&P veldur bankakerfinu heilabrotum
Þrátt fyrir að einkunnagjöfin frá Moody’s sýni banka í öðru ljósi hefur skoðun S&P töluverðar afleiðingar.

Sambærilegt lánshæfismat S&P er umtalsvert lægra og þrátt fyrir góða einkunn frá Moody’s hefur það töluverð áhrif. Ýmsum stofnanafjárfestum, t.d. tryggingafélögum, er skylt samkvæmt lögum að horfa til þeirrar lánshæfiseinkunnar sem er lægst hverju sinni. Með því að taka S&P út úr myndinni færast bréfin sjálfkrafa upp í efsta gæðaflokk og þannig stækkar hópur mögulegra fjárfesta.

Auk þess er að svo að bankinn þarf í dag að sæta kvöðum sem byggja bæði á aðferðafræði Moody‘s og aðferðafræði S&P. Þessar kvaðir eru ekki að öllu leyti sambærilegar og því felst töluverð einföldun í því að fækka kvöðunum. Þetta eru augljósu ástæðurnar en meira kann að búa að baki. Eins og fram kom í umfjöllun Hluthafans fyrr í vetur hafa lánshæfismöt S&P almennt valdið bankakerfinu heilabrotum.

Með einkunnina BBB eru bankarnir fjórum heilum þrepum undir ríkinu. Þegar litið er til ríkja sem hafa svipað lánshæfismat og íslenska ríkið er nánast hvergi meiri munur á einkunn ríkisins og banka í viðkomandi landi. Greiningar Moody’s hafa hins vegar verið mun hagfelldari.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir