Beint í umfjöllun

„Það er ljóst að nefndin vill sjá teikn um að þessi jákvæða þróun haldi til lengdar,“ segir Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, í samtali við Hluthafann. Hún var spurð hvað nefndin vildi sjá gerast áður en vaxtalækkanir kæmu sterklega til greina.

Flestar hagtölur benda til þess að peningastefna bankans sé að virka sem skyldi. Verðbólga mældist 6,7 prósent í janúar, töluvert undir því sem greinendur höfðu gert ráð fyrir, og einkaneysla er á undanhaldi. Þrátt fyrir það – eins og skýrt var tekið fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar í síðustu viku – hafa verðbólguvæntingar til lengri tíma lítið breyst.

„Til þess að verðbólga hjaðni í átt að markmiði og haldist þar þurfa langtímaverðbólguvæntingarnar að koma með trúverðugum hætti niður í átt að markmiði. Það er lykilatriði og forsenda þess að við höfum trú á því að þetta sé komið til að vera, þótt það geti verið mismunandi hvað nefndarmenn leggja mesta áherslu á hverju sinni.“

Hagvöxtur gæti staðið tæpt á fyrsta fjórðungi eftir þungan janúar
Vísbendingar eru um að hótelgestum hafi fækkað á bilinu 10-20 prósent í janúar.

Háar verðbólguvæntingar eru töluvert áhyggjuefni fyrir nefndina enda hafa þær áhrif á samningagerð í atvinnulífinu. Líklegra verður að launafólk krefjist mikilla nafnlaunahækkana og eins verður líklegra að fyrirtæki samþykki slíkar kröfur ef þau gera ráð fyrir miklum verðhækkunum.

„Það má horfa á [verðbólguvæntingar] sem eins konar akkeri peningastefnunnar en þær eru enn umtalsvert hærri en markmiðið,“ segir Valdimar Ármann, sjóðstjóri hjá A/F Rekstraraðila, sem er undir hatti Arctica Finance.

„Það á eftir að koma í ljós núna hvort væntingar fylgi árstaktinum niður ef verðbólgan þróast eins og spár gera ráð fyrir.“

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir