Beint í umfjöllun

Ljóminn af Nettó-Núll markmiðum bankanna fer hverfandi

Tveir íslenskir bankar hafa gengið í bandalagið Net-Zero Alliance og stefnt að því að ná kolefnishlutleysi árið 2040 í samræmi við markmið stjórnvalda í loftslagsmálum. Leiðin að markmiðinu, eins og hefur runnið upp fyrir erlendum fjármálarisum, er þó heldur óljós.

Íbúðir og atvinnuhúsnæði nema 76 prósent af lánasafni ÍSB en standa einungis undir 7 prósentum af kolefnissporinu

Snemma í febrúar var haldinn lokaður fundur í Tókýó þar sem fulltrúar stærstu seðlabankanna á Vesturlöndum og embættismenn hvaðanæva úr heiminum komu saman til að spyrja alþjóðleg fjármálafyrirtæki hvernig gengi að laga sig að regluverkinu sem miðar að því að draga úr kolefnislosun. Það sem átti að vera hefðbundinn fundur – ekki beint af því tagi sem ratar í fjölmiðla – tók hins vegar óvænta stefnu þegar stjórnandi hjá fjármálarisanum UBS greip orðið á lofti.

„Bankar starfa og lána á jörðinni, ekki á plánetu NGFS," sagði hann og vísaði þar til samtaka seðlabanka og fjármálaeftirlita víðs vegar um heiminn sem starfa saman að því að þróa bestu framkvæmd áhættustýringar í tengslum við loftslagsmál. Hann benti á að fjármálafyrirtæki væru krafin um að laga lánasöfn og fjárfestingar að markmiði um 1,5 gráða hlýnun á meðan staðan í heimshagkerfinu væri þannig að hlýnunin stefndi í 2,8 gráður miðað við það sem var fyrir iðnbyltinguna.

Það er aðeins ein leið fyrir UBS og önnur alþjóðleg fjármálafyrirtæki að ná svo metnaðarfullum markmiðum á meðan hagkerfin hreyfast ekki á sama hraða. Þau þyrftu í reynd að slíta viðskiptasamböndum við flesta kúnna og vanrækja heimshlutana sem reiða sig nær eingöngu á jarðefnaeldsneyti.

Staðan á Íslandi er ekki svo ósvipuð. Tveir íslenskir bankar; Arion banki og Íslandsbanki, hafa gengið í bandalagið Net-Zero Alliance og stefnt að því að ná kolefnishlutleysi árið 2040 í samræmi við markmið stjórnvalda í loftslagsmálum. Leiðin að markmiðinu, eins og hefur runnið upp fyrir erlendu fjármálarisunum, er þó heldur óljós.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir