Beint í umfjöllun

Hagfræðingar furða sig á umræðu um laun og verðbólgu

Sú skoðun er útbreidd að niðurstaða kjarasamninga sé snar þáttur í verðbólguþróun til skemmri tíma. Fjármálaráðherra segir kjaraviðræðurnar hafa „meiri háttar áhrif“ á það hvernig verðbólgan þróast og seðlabankastjóri hefur gefið í skyn að skynsamlegir samningar skapi forsendur fyrir lækkun vaxta. Sömu sjónarmið má finna í þeim yfirlýsingum sem koma frá viðsemjendum á vinnumarkaði.

Þessi skoðun mætir hins vegar efasemdum í hagfræðideild Háskóla Íslands. Þegar kemur að þróun verðbólgunnar eru aðrir þættir, sér í lagi umsvif ferðaþjónustunnar, sagðir vega mun þyngra en það sem samið er um í Karphúsinu.

„Hér klórum okkur dálítið í hausnum yfir umræðunni og ekki hefur hjálpað til að stjórnendur Seðlabankans tala með þessum hætti,“ segir Daði Már Kristófersson, varaforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og varaformaður Viðreisnar.

„Auðvitað skipta launahækkanir máli en aðrir þættir vega þyngra og að langsamlega stærstum hluta eru það ytri þættir. Þess vegna finnst mér öfugsnúið að varpa hagstjórnarábyrgðinni yfir á aðila vinnumarkaðarins. Í fyrsta lagi er það ekki þeirra hlutverk – annar leitast við að lágmarka kostnað en hinn að hámarka laun – og í öðru lagi hafa þeir ekki stjórn á lögmálunum sem markaðurinn lýtur.“

Áþekk sjónarmið komu fram í máli Sigurðar Jóhannessonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar, á málstofu um efnahagsmál sem var haldin í byrjun árs. Sigurður benti á að launaþróun væri ekki tekin með í reikninginn þegar Seðlabankinn spáir fyrir um verðbólgu, enda hefðu sérfræðingar bankans ekki fundið skýrt samband þarna á milli á síðari árum. Með öðrum orðum væru launabreytingar væru ekki marktæk skýristærð fyrir verðbólgu.

Þrálátar væntingar flækjast fyrir
„Það er ljóst að nefndin vill sjá teikn um að þessi jákvæða þróun haldi til lengdar,“ segir Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, í samtali við Hluthafann. Hún var spurð hvað nefndin vildi sjá gerast áður en vaxtalækkanir kæmu sterklega til greina. Flestar hagtölur benda til þess að peningastefna bankans sé að

„Kauptaxtahækkanir skipta ekki sköpum fyrir verðbólguna á næstunni. [...] Kauptaxtar hafa mikil áhrif á almenn laun en það er að minnsta kosti erfitt að mæla áhrif launahækkana á verðbólgu þó að annað megi ráða af umræðunni,“ sagði Sigurður.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir