Framsókn stóð höllum fæti í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga eftir nær samfellda fylgislækkun frá myndun síðustu ríkisstjórnar og þegar sléttur mánuður var til kosninga stóð Ríkisútvarpið fyrir kappræðum í byrjun nóvember þar sem formenn flokkanna mættust.
Það sem vakti helst athygli í kappræðunum var ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um útlendingamál. Sigurður Ingi sagðist skammast sín fyrir það hvernig íslensk stjórnvöld lokuðu landinu fyrir gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni og spurði hvort við ætluðum að láta söguna fara sömu orðum um okkur.