Málflutningur í máli SKEL fjárfestingafélags gegn ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hófst fyrir EFTA-dómstólnum í Brussel í vikunni. Íslenska fjárfestingafélagið segir ESA ekki skilja íslenska apóteksmarkaðinn, að málið eigi ekki heima á þessu stigi vegna þess hversu staðbundið það er og að stofnunin hafi ekki búið yfir fullnægjandi vísbendingum til að framkvæma húsleit.
SKEL og ESA takast á – „Þetta mál á ekki heima á Evrópustiginu“
