Innviðafyrirtækið Míla mun geta beitt sér af auknum þunga í samkeppni við Ljósleiðarann á höfuðborgarsvæðinu þegar kvöðum, sem hafa íþyngt fyrirtækinu um árabil, verður aflétt. Stærsti ávinningurinn, að sögn viðmælenda Hluthafans á fjarskiptamarkaði, felst í frjálsri verðlagningu, sem mun gera fyrirtækinu kleift að keppa í verðtilboðum.
Míla fær að leika lausum hala í borginni
Míla hefur tapað verulegri markaðshlutdeild á síðustu árum, meðal annars vegna kvaða sem eftirlitsyfirvöld hafa lagt á félagið. Nú er útlit fyrir að þeim kvöðum verði aflétt.