Beint í umfjöllun

Hrein ný sjóðfélagalán lífeyrissjóða voru 8,4 milljarða króna í október og er það mesta aukningin í einum mánuði frá því í ársbyrjun 2020.

Lífeyrissjóðir hafa sótt í sig veðrið á íbúðalánamarkaði á síðustu mánuðum í takt við vaxandi vinsældir verðtryggðra lána. Samhliða því hafa umsvif bankanna minnkað verulega miðað við það sem var árin 2020 og 2021, en í október námu hrein ný útlán bankanna 7,8 milljörðum króna.

Á næstu tveimur árum verða vextir endurskoðaðir á óverðtryggðum lánum, sem nema alls 534 milljörðum króna, og er viðbúið að heimilin breyti umtalsverðum hluta í verðtryggð lán til að forðast mikla hækkun á greiðslubyrði.

Verðtryggingin ekki endilega „framhjáleið“
Hrein ný verðtryggð lán námu 43 milljörðum króna í október og er það langhæsta upphæð sem sést hefur á síðustu 10 árum, eða eins langt aftur og gögn Seðlabanka Íslands ná. Að mati seðlabankastjóra er hins vegar möguleiki á því að verðtryggðir vextir verði ekki endilega „framhjáleið“ þegar fram í

Á síðasta kynningarfundi peningastefnunefndar var Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri spurður hvort bankinn hefði lagt mat á áhrifin af því að stór hluti af þessum óverðtryggðu lánum heimila færðist aftur til lífeyrissjóða.

„Það er búið að tala um í tvö eða þrjú ár að það séu allir að fara yfir í verðtryggð lán, en það hefur kannski ekki gerst í sérstökum mæli fyrr en núna,“ sagði Ásgeir.

„En það sem skiptir máli er að verðtryggða krafan hefur verið að hækka þannig að peningastefnan er líka að miðlast yfir í verðtryggða kerfið. Það verður ekki endilega framhjáleið að fara yfir í lága verðtryggða vexti.“

Umfjallanir