Beint í umfjöllun

Fjárfestar, stjórnendur og stjórnarmenn ræddu stóru myndina hvað varðar stjórnarhætti í íslenskum fyrirtækjum – einkum hvernig samskiptum fjárfesta og stjórna skal háttað – á málstofu sem Landssamtök lífeyrissjóða stóðu að í vikunni.

Hluthafinn tók saman mikilvægustu skoðanaskiptin sem komu fram í löngum og líflegum pallborðsumræðum. Þar má nefna skaðlega opinbera umræðu um skráð félög, hugmyndir um lengri stjórnarsetu, og fælingarmáttinn sem reglufargan kann að hafa á óskráð félög.


Ekki bakslag heldur leiðrétting á frumhlaupi

Flest bendir til þess að Seðlabanki Íslands lækki vexti um 50 punkta þegar peningastefnunefnd bankans kemur saman í næstu viku. Þetta er hin ríkjandi skoðun á markaði, eins og fram kom í nýlegri könnun Viðskiptablaðsins, og niðurstaðan varð enn líklegri þegar Hagstofan birti nýjust verðbólgumælinguna í gær sem sýndi árstakt verðbólgunnar lækka úr 4,8 prósentum niður í 4,6 prósent.

Einn mælikvarði virtist þó benda í aðra átt. Í vikunni birti Seðlabankinn niðurstöður könnunar sem hann framkvæmir reglulega meðal markaðsaðila á skuldabréfamarkaði og gáfu þær til kynna að verðbólguvæntingar markaðsaðila til skamms tíma hefðu lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember.

Langtímaverðbólguvæntingar hækkuðu hins vegar milli kannana og búast þeir nú við því að verðbólga verði 3,4 prósent að meðaltali næstu tíu ár samanborið við 3 prósent í síðustu könnun. Langtímavæntingar hafa ekki hækkað svo snarpt milli fjórðunga frá árinu 2022.

Ragnheiður Bjarnadóttir, sjóðstjóri hjá Stefni, leiðir líkur að því að niðurstöðurnar séu leiðrétting á of mikilli bjartsýni í könnuninni sem Seðlabankinn framkvæmdi í nóvember, skömmu áður en bankinn lækkaði vexti um 50 punkta.

„Ég tel að í síðustu könnun SÍ [í nóvember] þá voru markaðsaðilar og greinendur of bjartsýn á verðbólguna og sáum við mikið stökk niður í væntingum. Þetta er komið aftur til baka og aftur nær 3,5 prósentum. Ég tel að síðasta könnun [í nóvember] hafi frekar verið „statistical noise“ og að SÍ hafi ekki látið það hafa mikil áhrif á síðustu ákvörðun.“


Skotsilfur

Vilhjálmur með 10 prósent í Heimildinni eftir uppkaup

Í umfjöllun Hluthafans um klofninginn sem hefur myndast í hluthafahópi Sameinaða útgáfufélagsins, sem gefur út Heimildina, kom fram að Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir hefði bætt við sinn hlut og væri orðinn stærsti einstaki eigandi útgáfufélagsins. Þetta var byggt á heimildum og ekki lág fyrir hversu stóran hlut Vilhjálmur hefði keypt.

Pattstaða eftir klofning í kringum Mannlíf
Djúpstæður ágreiningur ríkir milli tveggja hlutahafahópa og einn hluthafi hefur styrkt stöðu sína í aðdraganda hluthafafundar.

Nú þegar Fjölmiðlanefnd hefur uppfært hluthafalistann má sjá að Vilhjálmur er sannarlega orðinn stærstur í hluthafahópnum með 10 prósenta hlut – hann átti 6,8 prósent fyrir – þrátt fyrir harða andstöðu sína gegn kaupum Sameinaða útgáfafélagsins á Mannlífi.

Framfarir sem fóru hljótt

Nýtt lagaákvæði sem tók gildi um áramótin markaði ef til vill eitt stærsta framfaraskrefið í stjórnarháttum ríkisfyrirtækja á síðari árum. Það fór ekki mikið fyrir því, enda var því pakkað inn í lög sem snerust um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Einungis einn fjölmiðill, FF7, kveikti á perunni og setti breytinguna í fyrirsögn.

Samkvæmt nýja ákvæðinu mun ráðherra skipa valnefnd sem gegnir því hlutverki að gera tillögur til ráðherra um einstaklinga sem til greina koma til setu fyrir hönd ríkisins í stjórnum stærri opinberra hlutafélaga. Hingað til hafa tilnefningar til setu í stjórn ríkisfyrirtækja komið frá stjórnmálaflokkum, nema í tilfelli fjármálafyrirtækja enda er ótækt frá sjónarhóli erlendra fjárfesta að pólitíkin sé með puttana í stjórnarkjöri.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir