Beint í umfjöllun

Viðtökur í stjórnkerfinu standa erlendri fjárfestingu fyrir þrifum

Hið jákvæða er að á síðustu árum virðist hafa færst í aukana að erlendir fjárfestar veðji ekki bara á útflutningsgreinar heldur einnig á innlenda hagkerfið. Magnús segir að í því felist stórkostleg tækifæri til að fá burðuga keppinauta inn á stærstu neytendamarkaðina, eins og dagvörumarkaðinn.

MAR Advisor hefur unnið með Laxey í Vestmannaeyjum þar sem um það bil 20 prósent af fjárfestingunni hefur komið frá strategískum erlendum fjárfestum.

Efnahagsþróunin sem hefur átt sér stað frá fjármálahruninu, og birtist meðal annars í fjölgun útflutningsgreina og sterkari gjaldmiðli, hefur aukið áhugann ytra á fjárfestingarkostum á Íslandi. Viðtökurnar sem erlendir fjárfestar fá í stjórnkerfinu hafa þó lítið batnað og standa aukinni erlendri fjárfestingu fyrir þrifum.

Þetta segir Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri MAR Advisors, sem hefur komið að stórum fjármögnunarverkefnum í orkuiðnaði, sjávarútvegi og innviðageiranum.

„Áhugi erlendra fjárfesta á tækifærum á Íslandi hefur aukist en okkur hefur ekki farið mikið fram í því að taka á móti þeim. Það er þessi ófyrirsjáanleiki – það er ekki skýrt hvað menn vilja.“

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir