Félagsbústaðir nýttu tækifærin sem sköpuðust á fjármagnsmörkuðum þegar heimsfaraldurinn gekk yfir og vextir voru í sögulegu lágmarki. Leigufélagið, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, hélt fjögur skuldabréfaútboð á árunum 2020 og 2021, og aflaði sér ríflega 13 milljarða króna.