Beint í umfjöllun
Ólafur Hrafn Höskuldsson, framkvæmdatjóri fjármálasviðs, Hákon Hrafn Gröndal, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Benedikt Gíslason bankastjóri.

Það fer ekki mikið fyrir enska orðsambandinu capital velocity í erlendum viðskiptafréttum. Ef þú slærð því inn í leitarglugga stærstu miðlanna, svo sem Financial Times eða Bloomberg, færðu í besta falli þrjár niðurstöður og hvergi er hugtakið í aðalhlutverki. Google skilar fleiri niðurstöðum en þær eru flestar tilvísanir í uppgjörskynningar evrópskra banka þar sem þess er getið í framhjáhlaupi að capital velocity hafi aukist eða minnkað.

Veltuhraði fjármagns, sú þýðing sem hér verður notuð, hefur þó leikið stórt hlutverk hjá Arion banka eftir að bankinn gjörbreytti því hvernig hann nálgaðist lánveitingar til fyrirtækja árið 2019. Bankinn, sem hafði glímt við dræma arðsemi lána, hætti að eltast við markaðshlutdeild og lagði þess í stað áherslu á arðsemi.

„Eins og við höfum áður farið yfir þá voru 80 prósent af stærstu lánum okkar að skila undir 10 prósenta arðsemi árið 2019 en þetta hafði snúist við árið 2021 þegar 80 prósent voru að skila arðsemi yfir 10 prósentum,“ sagði Hákon Hrafn Gröndal, framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðs Arion banka á Markaðsdegi bankans, sem var haldinn í gær.

„Síðan þá höfum við hækkað arðsemismarkmið bankans í 13 prósent og nú eru 80 prósent að skila arðsemi yfir markmiðinu.“

Um 80 prósent af stærstu fyrirtækjalánum Arion banka skila arðsemi yfir markmiði

Auk þess að nýta sinn eigin efnahagsreikning til að lána til fyrirtækja lagði bankinn meiri áherslu á að starfa sem milliliður, þar sem hann veitir lánið og selur það síðan að hluta til eða öllu leyti til fjárfesta. Bankinn seldi fyrirtækjalán fyrir 30 milljarða króna árið 2021, um 22 milljarða árið 2022 og svo virðist sem að salan á síðasta ári hafi verið um eða undir 20 milljörðum.

„Til að varpa ljósi á styrkinn sem felst í veltuhraða fjármagns vil ég beina athygli ykkar að vexti lánabókarinnar,“ sagði Hákon. Fyrirtækjalánasafn Arion banka stækkaði um 85 milljarða króna á árinu 2022 og síðan um 28 milljarða króna á síðasta ári. Þrátt fyrir umtalsvert minni vöxt á árinu 2023 náði bankinn að viðhalda sömu þóknanatekjum, eða um þremur milljörðum króna.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir