Tölublað númer þrjú er tilbúið og er það sjö síður að lengd. Ritstjóri Hluthafans er hægt og bítandi að ná betri tökum á þessu formi sem hefur reynst dálítið erfitt viðureignar.
Eins og venjulega geta áskrifendur hlaðið niður blaðinu með því að smella á hlekkinn neðst í tölvupóstinum.
Prófíll: „Ekki lengur þannig að allir forritarar séu jafneftirsóttir“
Stefán Örn Einarsson er forstjóri og stofnandi Teqhire, sem sérhæfir sig í ráðningum í tækni og nýsköpun, hvort sem um ræðir sprota, vaxtarfélög eða framleiðslufyrirtæki sem vilja byggja upp tækniinnviði. Teqhire hefur unnið með þeim íslensku fyrirtækjum sem hafa náð hvað

VAXA margfaldar framleiðslu í gróðurhúsi neðanjarðar í Svíþjóð
VAXA, sem sérhæfir sig í byggingu og rekstri hátæknigróðurhúsa, leggur nú drög að því að fjórfalda framleiðslugetuna í Svíþjóð eftir að hafa gengið frá tvöföldun á þessu ári. Þetta segir Andri Guðmundsson, meðstofnandi VAXA, í samtali við Hluthafann.

Um gervigreindarbólur og hrun
Jón Daníelsson Prófessor við LSE og forstöðumaður Systematic Risk Centre Þýðing Hluthafans á grein í The Centre for Economic Policy Research Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið á langvinnu bjartsýnisskeiði frá árinu 2009 og S&P 500 vísitalan hefur hækkað um 63 prósent á

Stjórnvöld meta forsendur viðræðna um viðskiptasamning við BNA
Íslensk stjórnvöld meta um þessar mundir hvort forsendur séu fyrir því að fara í samningaviðræður við Bandaríkin um viðskiptasamning. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Hluthafans, sem sneri að því hvernig hagsmunagæslu Íslands hefði verið

Niðurgreiðslur á raforku væru síðasta úrræðið, segir ráðherra
Samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi var til umræðu á fundi sem Landsvirkjun stóð fyrir í gær. Jónas Hlynur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptagreiningar hjá Landsvirkjun, sagði að raforkuverð hér á landi væri sambærilegt því sem þekkist í Noregi og Kanada. Hins

Skotsilfur: Kyndilberi markaðarins
Frestur til að skila inn umsögn um nýja atvinnustefnu rennur út í dag en því miður fer ekki mikið fyrir tillögum um það hvernig virkja má hið gríðarmikla fjármagn sem situr á innlánsreikningum til fjárfestinga í nýsköpun og vaxtarfyrirtækum.

Boða styttingu uppgjörstíma
Fjármálaráðuneytið birti í gær áform um innleiðingu Evrópureglugerðar sem leiðir til styttri uppgjörstíma verðbréfaviðskipta. Með uppgjörstíma er átt við tímann frá degi viðskipta með fjármálagerninga til afhendingar. Meginreglan er nú T+2 á Evrópska efna







