Stjórnarmaður hjá Arnarlaxi segist vongóður um að endurskoðun á lagaumgjörðinni í kringum fiskeldi muni leiða til þess að skattheimtan færist nær því sem þekkist í helstu samkeppnislöndum. Þrátt fyrir milljarðatap á þessu ári er skattbyrðin í sjókvíaeldi hér á landi mun þyngri en í Noregi og Færeyjum.
Væntir þess að stjórnvöld hætti að „kaffæra“ sjókvíaeldi í sköttum