Jón Daníelsson
Prófessor við LSE og forstöðumaður Systematic Risk Centre
Þýðing Hluthafans á grein í The Centre for Economic Policy Research
Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið á langvinnu bjartsýnisskeiði frá árinu 2009 og S&P 500 vísitalan hefur hækkað um 63 prósent á þessum áratug þrátt fyrir skaðlegt áfall af völdum Covid. Helsti drifkraftur hlutabréfaverðs í dag er fjárfesting í gervigreind. Er markaðurinn í bólu – og eigum við að hafa áhyggjur?
Þótt bóla kunni aðeins að varða þá sem ofmeta fjárfestingar sínar, getur hún orðið að víðtækara vandamáli af tveimur ástæðum: Í fyrsta lagi, ef hún hefur áhrif á áhættusækni annars staðar í kerfinu og hvetur til óhagkvæmra fjárfestinga; og í öðru lagi, ef hún er knúin af lánsfé, sérstaklega bankalánum, sem veldur því að bólan magnar upp aðra veikleikleika í fjármálakerfinuskapar beint orsakasamhengi milli bólunnar og veikleika/áhættuþátta í fjármálakerfinu. Því standa stefnusmiðir frammi fyrir vanda: þeir gætu hætt á að kæfa nýsköpun, eða leyft uppsveiflunni að halda áfram og hætt á harðari leiðréttingu síðar.