Beint í umfjöllun

Tollar, steinn í götu í vindorku, og vanrækt samband við granna

Vöruútflutningur til Bandaríkjanna ber merki tollanna sem Bandaríkjastjórn lagði á innfluttar vörur frá Íslandi og öðrum ríkjum á síðasta ári. Ef frá er talinn útflutningur á lyfjum frá Alvotech má greina þónokkurn samdrátt milli ára en áfram ríkir óvissa um það hvort lyf og lækningarvörur verði undanþegin tollum til frambúðar.

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur ekki líklegt nálgunin í mögulegum samningaviðræðum um viðskiptakjör verði skynsamleg og uppbyggileg á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd í Bandaríkjunum.

Lesa frétt


Fyrri umbætur falla í skugga nýrra kvaða, segja orkufélög

Hagsmunasamtök sem tengjast orkugeiranum og fyrirtæki sem vinna að uppbyggingu vindorkuvera eru á einu máli um að áform um lagabreytingar sem snúa að vindorku séu til þess fallin að hægja á uppbyggingunni, sem er nú þegar mun hægari en gengur og gerist í Evrópu.

„Er þetta í ósamræmi við skilaboð stjórnvalda um mikla og knýjandi orkuþörf og meinta viðleitni þeirra til að hraða og einfalda uppbyggingu orkuinnviða á Íslandi.“

Lesa umfjöllun


Beinir kastljósinu að vanræktu sambandi við grannþjóð

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti, sagði í Silfrinu á RÚV í byrjun vikunnar að Íslendingar þyrftu að rækta samband við Grænlendinga og sýna þeim öflugan stuðning í verki. Í þessu samhengi nefndi hann fimm ára gamla skýrslu um samstarf Íslands og Grænlands, sem er að hans dómi „merkasta plagg sem hefur verið skrifað á Vesturlöndum á síðari árum um samstarf við Grænland“. En hvað má finna í þessu plaggi?

Þar eru kortlögð margvísleg efnahagsleg tækifæri sem þjóðirnar eru sagðar geta gripið með aukinni samvinnu, svo sem í ferðaþjónustu og námuvinnslu.

Lesa umfjöllun


Kröfur um sjálfbært eldsneyti þrýsti á viðskiptajöfnuð

Stighækkandi kröfur um notkun á dýru og sjálfbæru þotueldsneyti (SAF) skapa aukið gjaldeyrisútstreymi og gerir Ísland enn útsettara fyrir alþjóðlegum verðsveiflum en það er í dag.

Fram kemur í greiningu sem var unnin af fyrirtæki í þróun á eldsneytisverkefni hér á landi að þótt innflutningur á sjálfbæru þotueldsneyti geti reynst innlendum flugfélögum hagstæðari til skemmri tíma litið þarf að taka sjónarmið um viðnámsþrótt með í reikninginn.

Lesa frétt


LSR bætti lítillega við stöðuna í erlendum skuldabréfum en segir erfitt að spá fyrir um framvindu í alþjóðamálum

Fréttir um að norrænir lífeyrissjóðir hefðu misst lystina á bandarískum ríkisskuldabréfum fóru eins og eldur um sinu í erlendum viðskiptamiðlum en kveikjan var sú ákvörðun danska sjóðsins AkademikerPension að selja sína stöðu fyrir lok mánaðar. Í kjölfarið var greint frá því að sænski lífeyrissjóðurinn Alecta hefði minnkað stöðu sína í bandarískum ríkisbréfum frá því snemma árs 2025.

Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom ranglega fram í fyrirsögn að eign í bandarískum ríkisbréfum hefði aukist lítillega. Hið rétta er að eign í erlendum skuldabréfum hefur aukist lítillega.

Lesa frétt


Hver smábátaútgerðin á eftir annarri selur kvóta

Eftir lög­festingu á hækkun veiði­gjalda í fyrra er ekkert lát á sölu afla­heimilda í króka­kerfinu svo­nefnda, sem nær utan um smábátaú­gerðir, og einnig hefur borið á aukningu í því að óvirkir eig­endur í stærri út­gerðarfélögum vilji selja sinn hlut. Þetta kemur fram í nýju árs­yfir­liti Aflamiðlunar, sem sér­hæfir sig í að hafa milli­göngu um kaup og sölu á afla­heimildum.

Lesa frétt

Umfjallanir