Beint í umfjöllun

„Það er hægt að sjá fyrir sér að erlendir aðilar kaupi eitt af smásölufyrirtækjunum“

Viðtökurnar sem erlendir fjárfestar fá í stjórnkerfinu hafa lítið batnað og standa aukinni erlendri fjárfestingu fyrir þrifum. Þetta segir Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri MAR Advisors, sem hefur komið að stórum fjármögnunarverkefnum í orkuiðnaði, sjávarútvegi og innviðageiranum.

Hið jákvæða er að á síðustu árum virðist hafa færst í aukana að erlendir fjárfestar veðji ekki bara á útflutningsgreinar heldur einnig á innlenda hagkerfið. Magnús segir að í því felist stórkostleg tækifæri til að fá burðuga keppinauta inn á stærstu neytendamarkaðina, eins og dagvörumarkaðinn.

„Alþjóðleg fyrirtæki reyna að teygja sig í aukin viðskipti og þótt Ísland sé ekki stór markaður þá er það samt markaður. Það eru stórkostleg tækifæri fyrir Ísland að gera betur á því sviði.“

Lesa umfjöllun


Klara Sveinsdóttir rekstrarstjóri og Margrét Helga Ögmundsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og einn af stofnendum.

Íslenskur sproti selur lausn fyrir ört vaxandi mRNA-tækni

Íslenski líftæknisprotinn Ternaria Biosciences hefur ekki verið fyrirferðarmikill í fjölmiðlum hingað til – þvert á móti. En á bak við fyrirtækið er þróunarstarf íslenskra vísindamanna á sviði hinnar byltingarkenndu mRNA-tækni, og Ternaria er nú þegar byrjað að skapa tekjur af lausnum sem voru settar á markað fyrr á þessu ári.

„Við finnum fyrir miklum áhuga frá stærri mRNA-framleiðendum og erum að setja okkur í stellingar til að geta gert stærri samninga,“ segir Margrét Helga Ögmundsdóttir, prófessor í frumulíffræði við Háskóla Íslands og einn af stofnendum Ternaria Biosciences, sem áður hét Arterna Biosciences.

Lesa umfjöllun


Stjórnendur Festi um nýja fjártæknilausn: „Það er eftir töluvert miklu að slægjast“

Raftækjasalan Elko, dótturfélag Festi, tilkynnti í vikunni að fyrirtækið myndi sjálft byrja að bjóða viðskiptavinum að fjármagna kaup sín með greiðsludreifingu. Þetta er samskonar fjármögnunarleið og félagið hefur boðið upp á í gegnum þriðja aðila til fjölda ára, eins og Símann Pay, Netgíró eða Pei.

Festi birti síðan uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung og á fjárfestafundi í gærmorgun fékkst aðeins betri innsýn í þankaganginn hjá smásölufyrirtækinu

„Þetta er alltaf að aukast, við sjáum að greiðsludreifing er að verða vinsælli og vinsælli,“ sagði Magnús Kr. Ingason fjármálastjóri Festi.

Útistandandi lánveitingar vegna kaupa á raftækjum í Elko liggja á bilinu 2-3 milljarðar króna. Þetta er stærsta einstaka uppspretta neytendalána á Íslandi, að því er kom fram á uppgjörsfundinum.

„Það er eftir töluvert miklu að slægjast. Við höfum alltaf verið með þessa sýn að stíga þarna inn og nota handbært fé í samstæðunni til að fá betri ávöxtun.“

Greiðsludreifing með fjártæknilausnum hefur farið vaxandi á heimsvísu, einkum með tilkomu fyrirtækja eins og Klarna, sem var stofnað í Svíþjóð og býður upp á lausnina í 27 löndum.

Ísland er ekki í því mengi en í tilefni fréttanna sendi Hluthafinn fyrirspurn til sænska fjártæknifyrirtækisins til að spyrja hvort það væri útlit fyrir að Klarna myndi bjóða upp á fjártæknilausn sína á Íslandi. Svarið var stutt og afdráttarlaust:

„Við höfum engin áform um að setja lausnina í loftið á Íslandi.“


Viðskipti með bústaðabréf sögðu meira en þúsund orð um efnahagsmál og vaxtaáhættu


Félagsbústaðir nýttu tækifærin sem sköpuðust á fjármagnsmörkuðum þegar heimsfaraldurinn gekk yfir og vextir voru í sögulegu lágmarki. Leigufélagið, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, hélt fjögur skuldabréfaútboð á árunum 2020 og 2021, og aflaði sér ríflega 13 milljarða króna.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir