Beint í umfjöllun

„Það er ekki náttúrulögmál að ferðamenn streymi til landsins“

Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures, ræðir ferðamannaárið 2024, viðleitni stjórnvalda til að skattleggja ferðaþjónustu og mögulega skráningu fyrirtækisins í framtíðinni.

„Hvort sem það var vegna niðurdrepandi stöðu á verðbréfamarkaði eða vegna þess að mér fannst ekki nógu spennandi að skoða RB-kúrfuna á hverjum morgni þá ætlaði ég að hætta og fara að sinna eigin verkefnum,“ segir Ásgeir Baldurs, sem var ráðinn forstjóri Artic Adventures í maí 2023.

Eignarhald ferðaþjónustufyrirtækisins hafði þá tekið umtalsverðum breytingum. Fjárfestingafélagið Stoðir leiddi hóp innlendra fjárfesta sem gekk frá kaupum á ríflega 40 prósenta hlut og var fyrirtækið metið á 12,3 milljarða króna í viðskiptunum.

„Ég á lítið fyrirtækið, dráttarbílafyrirtækið Krók, og hafði hugsað mér að sinna því þegar ég fékk símtal frá Lárusi Welding sem bauð mér að taka við Arctic Adventures. Þau leituðu að stjórnanda sem hafði þekkingu á rekstri, fjármögnun og kaupum á fyrirtækjum. Bæði reynslu úr raunhagkerfinu og fjármálageiranum.“

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir