Heildsalan Steindal ehf., sem er ekki nema sex ára gömul, velti ríflega 1,1 milljarði króna í fyrra eftir 78 prósenta vöxt milli ára.
Steindal fékk umboðið fyrir Red Bull, vinsælasta orkudrykkinn á heimsvísu, í fyrra og kann það að skýra stóran hluta af veltuaukningunni.

Fyrr á þessu ári tók heildsalan síðan við umboðinu fyrir San Pellegrino, kolsýrðu drykkina frá Ítalíu sem eiga sér 125 ára sögu. Höfðu bæði vörumerkin verið hjá Ölgerðinni.