Forstjórar tveggja af stærstu innlendu tæknifyrirtækjunum, sem saman veltu nærri 30 milljörðum króna í fyrra, hafa varað við innleiðingu á gervigreindarlöggjöf Evrópusambandsins. Á sama tíma kemur sterkt ákall frá íslenskum iðnaði um aukið samstarf við Bandaríkin og lagningu sæstrengs til að greiða götuna fyrir bandarískri fjárfestingu í gagniðnaði hér á landi.
Samtök iðnaðarins stóðu fyrir opnum fundi í gær um stöðu Íslands í gervigreindarkapphlaupinu og var meðal annars vikið að löggjöfinni Artificial Intelligence Act, sem hefur ekki enn verið innleidd hér á landi.