Raftækjasalan Elko, dótturfélag Festi, tilkynnti í vikunni að fyrirtækið myndi sjálft byrja að bjóða viðskiptavinum að fjármagna kaup sín með greiðsludreifingu. Þetta er samskonar fjármögnunarleið og félagið hefur boðið upp á í gegnum þriðja aðila til fjölda ára, eins og Símann Pay, Netgíró eða Pei.