Í fjölbreyttu eignasafni SKEL fjárfestingafélags, sem inniheldur meðal annars íbúðir, smásölufélög og námufyrirtæki í Afríku, má finna eina sprotafjárfestingu í Bretlandi. Það er fyrirtækið Zen Educate, sem hefur þróað stafrænan vettvang til að tengja saman kennara og menntastofnanir, og leysa þannig mönnunarvanda.