Í tölublaðinu er fjallað um það sem litar umsagnir orkufyrirtækja og stóriðju um atvinnustefnu stjórnvalda, væntingar um betri rekstrarskilyrði í sjókvíaeldi og framkvæmdastjóri hjá sjóðastýringarfélaginu Aldir svarar nokkrum spurningum um eignasafnið, framtaksfjárfestingar, og umhverfið.
Að venju eru hlekkir á veffréttir hér að neðan og svo hlekkur á pdf-útgáfuna neðst í tölvupóstinu, sem er einungis aðgengileg áskrifendum.
Beina spjótum sínum að Landsneti
Orkufyrirtæki og álframleiðendur beina því til stjórnvalda að koma böndum á gjaldskrárhækkanir Landsnets svo að ný atvinnustefna geti virkað sem skyldi. Þetta sé „lykilatriði“ til að auka erlenda fjárfestingu og ráði miklu um framtíðarfjárfestingar

Óskráð félög hafa meiri möguleika en áður
Arnar Ragnarsson er framkvæmdastjóri hjá sjóðastýringarfélaginu Aldir, sem lauk fjármögnun á 9 milljarða króna framtakssjóði í fyrra. Aldir hafa fjárfest í þremur fyrirtækjum; líftæknifélaginu Algalíf, sendingarþjónustunni Dropp og Rafholti, sem er leiðandi félag á sviði raflagna. Arnar, sem hefur

Væntir þess að stjórnvöld hætti að „kaffæra“ sjókvíaeldi í sköttum
Stjórnarmaður hjá Arnarlaxi segist vongóður um að endurskoðun á lagaumgjörðinni í kringum fiskeldi muni leiða til þess að skattheimtan færist nær því sem þekkist í helstu samkeppnislöndum. Þrátt fyrir milljarðatap á þessu ári er skattbyrðin í sjókvíaeldi hér á landi mun

Skotsilfur: Er verðbréfun fýsilegur kostur?
Nýjum lögum, sem fela í sér innleiðingu á Evrópureglugerð frá árinu 2017, er ætlað að skapa einfaldan ramma utan um verðbréfun (e. securitisation) en það er sú aðgerð þegar banki setur saman pakka af lánum, sem er lagskiptur eftir áhættu, og selur

Óræð lækkun á verði Bitcoin
Framkvæmdastjóri Visku sjóða, sem rekur sérhæfðan rafmyntasjóð, segir erfitt að finna haldbærar skýringar á því hvers vegna verðið á Bitcoin hefur gefið eftir á síðustu tveimur mánuðum.

Skuldbinda sig til að undirbúa hátæknibrennslustöð
Samband íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisráðuneytið hafa skuldbundið sig til að vinna sameiginlega að undirbúningi á uppbyggingu hátæknibrennslustöð á Íslandi. Í samningi sem viðsemjendur hafa skrifað undir og birtur var í síðustu fundargerð sambandsins






