Beint í umfjöllun

Spjótin beinast að Landsneti, rekstrarskilyrði sjókvíaeldis og prófíll um framtaksfjárfestingar

Í tölublaðinu er fjallað um það sem litar umsagnir orkufyrirtækja og stóriðju um atvinnustefnu stjórnvalda, væntingar um betri rekstrarskilyrði í sjókvíaeldi og framkvæmdastjóri hjá sjóðastýringarfélaginu Aldir svarar nokkrum spurningum um eignasafnið, framtaksfjárfestingar, og umhverfið.

Að venju eru hlekkir á veffréttir hér að neðan og svo hlekkur á pdf-útgáfuna neðst í tölvupóstinu, sem er einungis aðgengileg áskrifendum.

Beina spjótum sínum að Landsneti
Orku­fyrir­tæki og ál­fram­leiðendur beina því til stjórn­valda að koma böndum á gjald­skrár­hækkanir Lands­nets svo að ný at­vinnu­stefna geti virkað sem skyldi. Þetta sé „lykil­at­riði“ til að auka er­lenda fjár­festingu og ráði miklu um framtíðar­fjár­festingar
Óskráð félög hafa meiri möguleika en áður
Arnar Ragnars­son er fram­kvæmda­stjóri hjá sjóðastýringarfélaginu Aldir, sem lauk fjár­mögnun á 9 milljarða króna fram­taks­sjóði í fyrra. Aldir hafa fjár­fest í þremur fyrir­tækjum; líftæknifélaginu Al­galíf, sendingarþjónustunni Dropp og Raf­holti, sem er leiðandi félag á sviði raf­lagna. Arnar, sem hefur
Væntir þess að stjórnvöld hætti að „kaffæra“ sjókvíaeldi í sköttum
Stjórnar­maður hjá Arnar­laxi segist vongóður um að endur­skoðun á lagaum­gjörðinni í kringum fisk­eldi muni leiða til þess að skatt­heimtan færist nær því sem þekkist í helstu sam­keppnislöndum. Þrátt fyrir milljarðatap á þessu ári er skatt­byrðin í sjókvía­eldi hér á landi mun
Skotsilfur: Er verðbréfun fýsilegur kostur?
Nýjum lögum, sem fela í sér inn­leiðingu á Evrópu­reglu­gerð frá árinu 2017, er ætlað að skapa ein­faldan ramma utan um verðbréfun (e. secu­ritis­ation) en það er sú að­gerð þegar banki setur saman pakka af lánum, sem er lag­skiptur eftir áhættu, og selur
Óræð lækkun á verði Bitcoin
Fram­kvæmda­stjóri Visku sjóða, sem rekur sér­hæfðan raf­mynta­sjóð, segir erfitt að finna hald­bærar skýringar á því hvers vegna verðið á Bitcoin hefur gefið eftir á síðustu tveimur mánuðum.
Skuldbinda sig til að undirbúa hátæknibrennslustöð
Sam­band ís­lenskra sveitarfélaga og Um­hverfis­ráðu­neytið hafa skuld­bundið sig til að vinna sam­eigin­lega að undir­búningi á upp­byggingu hátækni­brennslu­stöð á Ís­landi. Í samningi sem við­semj­endur hafa skrifað undir og birtur var í síðustu fundar­gerð sam­bandsins

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir