Greinendur forvitnir um sívaxandi tekjustoð Nova
Nova birti í gær uppgjör fyrir annan fjórðung sem sýndi myndarlegan tekjuvöxt umfram það sem greinendur höfðu áætlað. Tekjurnar jukust um 6,2 prósent milli ára samanborið við 4 prósenta verðbólgu og munaði þar mestu um tekjur af FastNeti. Þær jukust um heil 11,5 prósent og hlýtur það að teljast þokkalegur vöxtur í fjarskiptaheiminum.