Nýjum lögum, sem fela í sér innleiðingu á Evrópureglugerð frá árinu 2017, er ætlað að skapa einfaldan ramma utan um verðbréfun (e. securitisation) en það er sú aðgerð þegar banki setur saman pakka af lánum, sem er lagskiptur eftir áhættu, og selur til fjárfesta. Þannig geta bankar fært áhættu yfir á fjárfesta, minnkað eiginfjárbindingu sem fylgdi þessum lánum og fyrir vikið eykst geta þeirra til að veita frekari lán.