Beint í umfjöllun

Sjálfbærniskussar horfa fram á þyngri fjármögnun

Þegar búið er að koma reiðu á ESG-upplýsingagjöf fyrirtækja, litamerkja þau og lánasöfn bankanna með, má gera ráð fyrir að bankarnir setji aukinn þrýsting á fyrirtæki í lánasöfnum þeirra.

Landsbankinn og Íslandsbanki hafa sett markmið um að draga verulega úr kolefnislosun. Það þýðir að bankarnir þurfa að taka til í lánasafninu í tæka tíð.

Þegar innleiðingu lýkur á þremur Evrópureglugerðum sem tengjast sjálfbærni má búast við auknum þrýstingi, einkum af hálfu fjármálakerfisins, á að atvinnulífið dragi úr kolefnislosun. Í ljósi þess að íslenskir bankar hafa sett markmið um að draga verulega úr kolefnisspori lánasafnsins munu fyrirtæki, sem láta sitt eftir liggja, eiga erfiðara með að fjármagna sig.

„Við teljum að þróunin verði sú að þau fyrirtæki sem ekki standa sig í sjálfbærnimálum muni almennt eiga erfiðara með að fá fjármögnun, en þau fyrirtæki sem standa sig vel og uppfylla slíkar kröfur,“ segir Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans.

„Ef regluverk á fjármálamarkaði veitir hvata í slíka átt þá mun það líklega hafa bein áhrif á verðlagningu slíkrar fjármögnunar.“

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir