Vöruútflutningur til Bandaríkjanna ber merki tollanna sem Bandaríkjastjórn lagði á innfluttar vörur frá Íslandi og öðrum ríkjum á síðasta ári. Ef frá er talinn útflutningur á lyfjum frá Alvotech má greina þónokkurn samdrátt milli ára en áfram ríkir óvissa um það hvort lyf og lækningarvörur verði undanþegin tollum til frambúðar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur ekki að líklegt nálgunin í mögulegum samningaviðræðum um viðskiptakjör verði skynsamleg og uppbyggileg á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd í Bandaríkjunum
Samdráttur í viðskiptum við BNA á breiðum grunni þótt Alvotech þrýsti útflutningstölunum upp