Beint í umfjöllun

Ráðherra vill sjá meiri arðsemi hjá Isavia áður en ríkið skrifar tékka

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir mikilvægt að Isavia endurheimti fyrri arðsemi og að óvissa um ferðalög yfir Atlantshafið minnki áður en ríkið setur meira hlutafé í Isavia til að fjármagna dýra og metnaðarfulla uppbyggingu Keflavíkurflugvallar á komandi árum. Þá gefur hann til kynna að ekki sé á dagskrá að hleypa erlendum fjárfestum inn í hluthafahópinn til að fjármagna uppbygginguna.

Síðustu tíu árin hefur samstæða Isavia fjárfest fyrir tæplega 105 milljarða króna og áætlanir næstu ára miða við frekari fjárfestingar upp á fleiri tugi milljarða. Árið í fyrra var stærsta fjárfestingaár í sögu félagsins en alls var fjárfest fyrir um 18 milljarða króna.

Kristján Þór Júlíusson, sem lét af störfum sem stjórnarformaður eftir síðasta aðalfund í mars, fjallaði í ávarpi sínu um þörf Isavia á hlutafé til að standa undir framkvæmdakostnaði.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir