Beint í umfjöllun

Prófíll: „Ekki lengur þannig að allir forritarar séu jafneftirsóttir“

Stefán leggur nú drög að Teqhire 2.0 með nýjum hugbúnaði og nýju viðskiptalíkani.

Stefán Örn Einars­son er for­stjóri og stofnandi Teqhire, sem sér­hæfir sig í ráðningum í tækni og nýsköpun, hvort sem um ræðir sprota, vaxtarfélög eða framleiðslu­fyrir­tæki sem vilja byggja upp tækni­inn­viði. Teqhire hefur unnið með þeim ís­lensku fyrir­tækjum sem hafa náð hvað mestum árangri á er­lendri grundu, sem og fjár­festingar­sjóðum og fjöl­breyttum hópi fyrir­tækja víðs vegar um Evrópu og Bandaríkin.

Hvernig hafa ráðningar breyst frá því að þú stofnaðir Teqhire árið 2013?

„Þá fólust verðmætin fyrst og fremst í leitinni sjálfri; að grafa upp nafnið, prófílinn eða for­ritarann, sem enginn annar hafði fundið. Tólf árum síðar er veru­leikinn allt annar. Upp­lýsingar um fólk, ferla og hæfni eru að mestu leyti öllum að­gengi­legar. Það sem skiptir máli í dag er ekki lengur að finna nafnið heldur það sem gerist eftir það – fram­kvæmdin,“ segir Stefán.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir