Arnar Ragnarsson er framkvæmdastjóri hjá sjóðastýringarfélaginu Aldir, sem lauk fjármögnun á 9 milljarða króna framtakssjóði í fyrra. Aldir hafa fjárfest í þremur fyrirtækjum; líftæknifélaginu Algalíf, sendingarþjónustunni Dropp og Rafholti, sem er leiðandi félag á sviði raflagna. Arnar, sem hefur starfað í rúmlega tuttugu ár á fjármálamarkaði og við framtaksfjárfestingar frá árinu 2012, svaraði nokkrum spurningum um reksturinn og umhverfi framtakssjóða á Íslandi.
Óskráð félög hafa meiri möguleika en áður