Beint í umfjöllun

Óskhyggjan um gamla góða lágvaxtastigið

Agnar Tómas Möller, skuldabréfafjárfestir, segir öll vötn renna í þá átt að halda þurfi vöxtum háum þar til eitthvað lætur undan í hagkerfinu.

Þegar nýtt ár gekk í garð var nokkuð útbreidd skoðun á markaði að hófstilltir kjarasamningar og hjaðnandi verðbólga myndu skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun á vormánuðum. Í kjölfarið gæti Seðlabankinn lækkað vexti jafnt og þétt – en þó varfærnislega – eftir því sem verðbólga leitaði niður átt að markmiði. Nú er komið annað hljóð í strokkinn og þegar peningastefnunefnd kemur saman í næstu viku er almennt búist við því að vöxtum verði haldið óbreyttum.

Vestanhafs hefur hugmyndin um higher for longer, þ.e. hærri vexti í lengri tíma en áður var talið, fest sig í sessi. Í byrjun árs gerði bandaríski markaðurinn ráð fyrir sex vaxtalækkunum á þessu ári en væntingarnar hafa breyst á þann veg, að nú er aðeins gert ráð fyrir einni lækkun. Auk þess verðleggja markaðir talsvert hærra vaxtastig til lengri tíma en áður.

„Ég held að það gæti ákveðinnar óskhyggju um að gamla góða lágvaxtastigið sé rétt handan við hornið“

Vaxtaákvörðun bandaríska seðlabankans í fyrradag, þar sem vöxtum var haldið óbreyttum, gerði lítið til að glæða vonir markaðarins. Peningastefnunefnd bankans sagði nýlegar hagtölur gefa til kynna að efnahagsumsvif hefðu haldið áfram að aukast með þokkalegum hraða, fjölgun starfa væri enn kröftug og atvinnuleysi áfram lágt.

„Verðbólgan hefur hjaðnað á síðustu tólf mánuðum en hún mælist enn mikil. Á síðustu mánuðum hefur lítið áunnist í því að koma verðbólgu niður í tveggja prósenta markmið,“ sagði í yfirlýsingu nefndarinnar.

Agnar Tómas Möller, skuldabréfafjárfestir, segir að söguþráðurinn sé svipaður hér á landi. Eins og í Bandaríkjunum hefur íslenska hagkerfið verið þróttmikið á sama tíma og raunvextir hafa hækkað nokkuð. Ferðaþjónustan virðist halda velli þrátt fyrir blikur á lofti í byrjun árs, atvinnuleysi mælist áfram lágt í sögulegu samhengi og kannanir um ráðningar- og fjárfestingaráform fyrirtækja gefa til kynna að enn sé töluverð spenna í hagkerfinu.

„Í stóra samhenginu sýnist mér öll vötn renna í þá átt að halda þurfi vöxtum háum þar til eitthvað lætur undan í hagkerfinu. Mjúk lending virðist ekki alveg vera í kortunum, í það minnsta hvað varðar vaxtastigið.“

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir