Beint í umfjöllun

Ortus komið fyrir vind – „Við eigum von á því að hagnaður eigi eftir að aukast umtalsvert“

Kvika á skriði í Bretlandi eftir brösuglega byrjun með Ortus

Það hafa verið skiptar skoðanir á markaði um breska lánafélagið Ortus, sem Kvika keypti snemma árs 2022. Kaupin voru gerð á „sérlega slæmum tíma“ að sögn greinanda – rétt áður en fjármögnunarkostnaður hækkaði snarpt – og jafnframt gætti misskilnings á markaði um starfsemi félagsins.

Nú er reksturinn hins vegar kominn í mun betra horf og veruleg tækifæri geta falist í því að framkvæma upphaflega planið um að fjármagna lánafélagið betur.

„Það voru aðilar á markaðinum sem héldu að Ortus væri í „pöbbastarfsemi“, þ.e.a.s. að fjárfesta í eða lána pöbbum. Hið rétta er að þetta eru fasteignaveðlán með tiltölulega lágt lánshlutfall.“

Lesa umfjöllun


Safnar fé í nýjan vísisjóð með fókus á lækningatækni

Jón Ingi Bergsteinsson, stofnandi SMART-TRIAL og stjórnarformaður IceBAN, vinnur að því að safna fjármagni frá fagfjárfestum til að koma af stað nýjum íslenskum vísisjóði sem mun sérhæfa sig í sprotafjárfestingum á sviði lækningatækni á Norðurlöndunum.

„Í samskiptum mínum við sprotafyrirtæki hafa stofnendur nefnt að það sé vöntun á einhverjum sem talar sama tungumálið, og eins vilja fjárfestar að hugmyndin sé rýnd af sérfræðingum áður en þeir koma með fjármagn. Sjóðurinn kemur því inn með reynsluna og þekkinguna, og brúar þetta bil.“

Lesa frétt


„Íslenski markaðurinn á töluvert í land“ – Bergey skoðar frekari tækifæri í geymsluleigu

Magnús Berg Magnússon, stjórnarformaður Bergeyjar, segir að fasteignafélagið skoði nú tækifæri fyrir geymsluleigur á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Mikill vöxtur hefur sést í þessum geira í Bandaríkjunum og Bretlandi á meðan lítið hefur breyst á íslenska markaðinum. Þar til nýlega.

„Íslenski markaðurinn á töluvert í land. Við erum að skoða tækifæri víðar í borginni og jafnvel utan við höfuðborgarsvæðið líka. En þetta er fjárfrekur bransi sem gerir kröfu um þolinmótt fjármagn. Það töluverður kostnaður fólginn í uppsetningu og svo er það ekki þannig að geymslurnar fyllist um leið og þær eru opnaðar.“

Lesa frétt


Rýni einstakra fjárfestinga mun kosta 40 milljónir árlega

Fjárfestingarýni stjórnvalda, sem er ætlað að ganga úr skugga um að einstakar erlendar fjárfestingar á afmörkuðum sviðum leiði ekki af sér öryggisógn, hefur í för með sér kostnað upp á 40 milljónir króna á ári ef frumvarp þess efnis verður samþykkt.

Atvinnuvegaráðuneyti birti í gær áform um að setja lög um rýni á fjárfestingum erlendra aðila en stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á næsta haustþingi. ugtakið „rýni“ vísar til greiningar og mats á því hvort viðskiptaráðstafanir, sem tryggja erlendum aðilum eignaraðild, veruleg áhrif eða yfirráð yfir atvinnufyrirtækjum hér á landi, ógni þjóðaröryggi eða allsherjarreglu.

Þessi umfjöllun er eingöngu ætluð áskrifendum

Áskrift

Ertu nú þegar með reikning? Innskráning

Umfjallanir