Umsvif gagnavera á heimsvísu munu þrefaldast fram að árinu 2030 samkvæmt ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey og mun vöxturinn krefjast fjárfestinga upp á 7 þúsundir milljarða Bandaríkjadala. Yfir sama tímabil er búist við því hlutdeild raforku sem er ráðstafað til gagnavera fara úr 3 prósentum og upp í 10 prósent af heildarframleiðslu.
En þótt mikið sé rætt um vöxt gagnavera hér á landi er staðreyndin sú að að Ísland er lítill fiskur í stjórri tjörn, eins og fram kom í máli Jóns Þorbjarnarsonar frá McKinsey á fundi sem Landsvirkjun stóð fyrir á föstudaginn. Staðreyndin er sú að íslensku gagnaverin nota 3 prósent af framleiddri raforku, sem er svipað og þekkist á Norðurlöndunum. Hlutfallslegt umfang er ekki svo frábrugðið helstu þeim ríkjum sem við berum okkur helst saman við að sögn Jóns.