Íslenska tæknifyrirtækið Noona labs er vel í stakk búið fyrir sókn á erlendum mörkuðum eftir að hafa selt innlendu starfsemina og um leið gert leyfissamning við Símann. Kjartan Þórisson, framkvæmdastjóri Noona, segir að fyrirtækið skoði möguleikann á því að stofna til samstarfs af svipuðum toga við fjarskiptafélög erlendis.
Noona skoðar flöt á samstarfi við erlend fjarskiptafélög
