Samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi var til umræðu á fundi sem Landsvirkjun stóð fyrir í gær. Jónas Hlynur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptagreiningar hjá Landsvirkjun, sagði að raforkuverð hér á landi væri sambærilegt því sem þekkist í Noregi og Kanada. Hins vegar væri flutningskostnaður 25 prósent af heildarkostnaði raforku hér á landi á meðan hlutfallið væri á bilinu 5-10 prósent í þessum samanburðarríkjum.