Myndrit vikunnar er tekið úr uppgjörskynningu Heima, sem var að vísu birt í síðustu viku en er allrar athygli verð. Þar kynnti fasteignafélagið nýjar áherslur, sem miða að öflun „jaðartekna“.
Þetta eru tekjur af auglýsingaskiltum, bílastæðum, rafhleðslustöðvum og annars konar þjónustu sem varðar atvinnuhúsnæði.
Í upphafi árs 2025 námu jaðartekjur félagsins 35 milljónum króna á ársgrundvelli en tekjulindin hefur nú þegar stækkað upp í ríflega 100 milljónir króna á ári.
Og það heppilega er að rekstrinum er útvistað þannig að fjárfestingaþörfin er lítil og tekjurnar skila sér vel í sjóðstreymið.
Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að jaðartekjur verði um 200 milljónir árið 2026 og verði allt að 3 prósent af heildartekjum félagsins fyrir árið 2028.