Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að hugmyndin um að fá miðlægan mótaðila til að starfa á íslenska hlutabréfamarkaðinum feli bæði í sér tækifæri og ógnanir fyrir markaðsaðila og Kauphöllina sjálfa. Honum virðast tækifærin vega þyngra, en um þessar mundir leggur fyrirtækið mat á kostnað og ábata verkefnisins, og Magnús segir ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að bera málið undir markaðinn á nýju ári.
Miðlægur mótaðili feli í sér tækifæri og ógnanir – en tækifærin vega þyngra